Dominic Solanke

Fæðingardagur:
14. september 1997
Fæðingarstaður:
Basingstoke, Englandi
Fyrri félög:
Chelsea, Vitesse (lán)
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
11. júlí 2017

Solanke er 19 ára gamall og hóf ferilinn sjö ára að aldri hjá Chelsea.

Hann þótti snemma sýna að mikla hæfileika og stóð sig vel með unglingaliðum Chelsea.  Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Chelsea þegar hann kom inná sem varamaður í Meistaradeildinni á heimavelli gegn Maribor.  Þar með varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Chelsea til að spila í Meistaradeildinni.  Hann var svo lánaður til Vitesse Arnhem tímabilið 2015-16 þar sem hann skoraði sjö mörk í 25 leikjum á tímabilinu og liðið endaði um miðja deild.

Hann hefur spilað fyrir yngri landslið Englands frá U16 ára upp í U21 og sumarið 2017 leiddi hann Englendinga til sigurs í HM U-20 ára landsliða í Suður-Kóreu.  Hann skoraði fjögur mörk í mótinu og var í lokin valinn besti leikmaður mótsins.

Þess má svo einnig geta að Solanke vann FA Youth Cup tvisvar sinnum með Chelsea sem og UEFA Youth League einu sinni og hann spilaði með U-17 ára landsliði Englands þegar þeir urðu Evrópumeistarar árið 2014.

Tölfræðin fyrir Dominic Solanke

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2017/2018 21 - 1 1 - 0 1 - 0 4 - 0 0 - 0 27 - 1
Samtals 21 - 1 1 - 0 1 - 0 4 - 0 0 - 0 27 - 1

Fréttir, greinar og annað um Dominic Solanke

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil