Ryan Flynn

Fæðingardagur:
04. september 1988
Fæðingarstaður:
Skotland
Fyrri félög:
Falkirk
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júní 2006

Miðjumaðurinn Ryan Flynn útskrifaðist frá Akademíunni árið 2006 og hefur spilað reglulega fyrir varaliðið.

Þessi ungi Skoti, sem getur einnig spilað sem afturliggjandi sóknarmaður, kom til liðs við Liverpool frá Falkirk.

Hann var lykilmaður í tveimur FA Unglingabikarsigrum þar sem hann skoraði t.d. mark í úrslitaleiknum gegn Manchester City árið 2006 og 3 mörk litu dagsins ljós í keppninni árið 2007.

Flynn var átti einnig þátt í velgengni varaliðsins tímabilið 2007-08. Hann á enn eftir að spila fyrir aðallið félagsins en hann hefur þó spilað nokkra leiki með liðinu á undirbúningstímabilum.

Hann var lánaður til Wrexham sem leikur í einni af neðri deildum Englands og var hann þar í seinni hluta leiktíðarinnar en þar stóð hann sig vel og skoraði fjögur mörk í 21 leik fyrir liðið.

Flynn var lánaður til skoska liðsins Falkirk til að öðlast reynslu en hann er mikils metinn á meðal þjálfara Liverpool sem sjá það kjörið tækifæri fyrir hann að fara til liðs og öðlast leikreynslu.

Tölfræðin fyrir Ryan Flynn

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2008/2009 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um Ryan Flynn

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil