Jack Hobbs

Fæðingardagur:
18. ágúst 1988
Fæðingarstaður:
Lincoln
Fyrri félög:
Lincoln
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
18. ágúst 2005
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Efnilegur miðvörður sem getur einnig leikið á miðjunni. Hann var fyrirliði varaliðsins fyrir nokkrum leiktíðum síðan.

Hann kom til Liverpool frá Lincoln sem leikur í einni af neðri deildum Englands. Hann lék fimm leiki fyrir hönd Liverpool og fyrsti leikur hans var í bikarleik gegn Reading árið 2007 þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Lucas Leiva.

Hann var lánaður til Scunthorpe í janúar 2008 og var hann þar út leiktíðina, hann skoraði eitt mark í níu leikjum í næst efstu deild Englands. Á síðustu leiktíð, 2008-2009, var hann lánaður til Leicester City þar sem hann stóð sig með prýði og var hann seldur til Leicester í apríl 2009.

Tölfræðin fyrir Jack Hobbs

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2006/2007 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2007/2008 2 - 0 0 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 5 - 0
Samtals 2 - 0 0 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 5 - 0

Fréttir, greinar og annað um Jack Hobbs

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil