Jamie Redknapp

Fæðingardagur:
25. júní 1973
Fæðingarstaður:
Barton on Sea, Englandi
Fyrri félög:
Bournemouth
Kaupverð:
£ 350000
Byrjaði / keyptur:
15. janúar 1991
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Jamie lék fyrst sem atvinnumaður hjá Bournemouth undir stjórn Harry föður síns. Hann hafði einungis leikið 19 leiki þegar Kenny Dalglish keypti hann til Liverpool. Haustið 1991 lék hann sinn fyrsta leik með aðalliðinu í Evrópukeppni félagsliða gegn Auxerre í Frakklandi og varð þá yngsti leikmaður Liverpool sem hafði spilað Evrópuleik. Hann skoraði svo í sínum fyrsta deildarleik þegar hann kom inn á sem varamaður í útileik gegn Southampton. Hann býr yfir frábærri knattmeðferð, næmu auga fyrir samspili, mikilli skothörku og nákvæmum sendingum. Redknapp var fyrirliði enska u-21 landsliðsins sem sigraði í Evrópukeppni u-21 landsliða í Frakklandi sumarið 1994 og sumarið 1999 var hann skipaður fyrirliði Liverpool. Jamie missti töluvert úr vegna meiðsla í gegnum árin og það gerði útslagið með framtíð hans hjá Liverpool.

Tölfræðin fyrir Jamie Redknapp

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
1990/1991 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
1991/1992 6 - 1 2 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 10 - 1
1992/1993 29 - 2 1 - 0 6 - 1 4 - 0 0 - 0 40 - 3
1993/1994 35 - 4 2 - 0 4 - 0 0 - 0 0 - 0 41 - 4
1994/1995 41 - 3 6 - 1 8 - 2 0 - 0 0 - 0 55 - 6
1995/1996 23 - 3 3 - 0 3 - 0 4 - 1 0 - 0 33 - 4
1996/1997 23 - 2 1 - 0 1 - 1 7 - 0 0 - 0 32 - 3
1997/1998 20 - 3 1 - 1 3 - 1 2 - 0 0 - 0 26 - 5
1998/1999 34 - 8 2 - 0 0 - 0 4 - 2 0 - 0 40 - 10
1999/2000 22 - 3 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 23 - 3
1999/2000 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2000/2001 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2001/2002 4 - 1 0 - 0 1 - 0 3 - 1 0 - 0 8 - 2
Samtals 237 - 30 18 - 2 27 - 5 26 - 4 0 - 0 308 - 41

Fréttir, greinar og annað um Jamie Redknapp

Fréttir

Skoða önnur tímabil