Markus Babbel

Fæðingardagur:
08. september 1972
Fæðingarstaður:
Munchen
Fyrri félög:
Bayern Munchen, Hamburger SV
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júní 2000
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Babbel kom átta ára til Bayern og hafði verið þar síðan utan tveggja ára sem hann var hjá Hamburg frá 1992-1994. Hann var kallaður "der Parade-Bayer" ("Bæjarinn") hjá Bayern Munchen enda eini leikmaður liðsins lengi vel sem var borinn og barnfæddur í Munchen. Aðspurður á sínum tíma hvort að það heillaði hann ekki að leika í útlöndum, svaraði hann að bragði: "Ég lék í útlöndum þegar ég var hjá Hamburger", þetta þótti sýna öðru fremur hversu heitt hann elskaði Bayern. Brotthvarf hans var mikið áfall fyrir félagið og fullyrti framkvæmdastjóri Bayern, Ottmar Hitzfeld, að þeir væru að missa einn besta varnarmann í heimi.

Babbel stóð sig frábærlega á þrennutímabilinu 2000/2001 en Guillan-Barre sjúkdómurinn varð til þess að hann missti allt næsta tímabil út og var síðan lánaður til Blackburn þar sem hann átti afar misjafna leiki. Hann verður aldrei sami leikmaðurinn og hann var áður en hann fékk þennan hræðilega sjúkdóm sem lamar taugarkerfi líkamans.

Tölfræðin fyrir Markus Babbel

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2000/2001 38 - 3 5 - 1 4 - 1 13 - 1 0 - 0 60 - 6
2001/2002 2 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0 2 - 0 6 - 0
2002/2003 2 - 0 0 - 0 3 - 0 1 - 0 1 - 0 7 - 0
2003/2004 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 42 - 3 5 - 1 7 - 1 16 - 1 3 - 0 73 - 6

Fréttir, greinar og annað um Markus Babbel

Fréttir

Skoða önnur tímabil