)

Markus Babbel

Það er með hreinum ólíkindum að aðeins 15 mánuðum eftir að Babbel greinist með Guillan Barre heilkennin þá er hann á fullri ferð í ensku úrvalsdeildinni. Hans hefur verið sárt saknað og það var sannarlega gaman að sjá hann aftur þeysast upp hægri kantinn. Önnur vídd er kominn í leik Liverpool með endurkomu hans.

Þetta sýnir skapgerð hans í hnotskurn. Baráttuandinn er gríðarlegur og hann var alla tíð ákveðinn í að snúa aftur þó að mun algengara sé að þeir íþróttamenn sem fá þennan vírus þurfi að sætta sig við að hætta að keppa meðal þeirra bestu.

Jamie Carragher var himinlifandi að sjá félaga sinn aftur: "Allir leikmennirnir eru hæstánægðir að fá Markus aftur. Það myndi enginn vilja ganga í gegnum það sem hann hefur þurft að þola. Markus var með í vorleikjunum en munurinn á leikjunum á undirbúningstímabilinu og deildarleikjunum er rosalegur og það var því rétt hjá stjóranum að hleypa honum aftur í slaginn hægt og sígandi. Hann er kominn til að vera."

TIL BAKA