Bruno Cheyrou

Fæðingardagur:
10. maí 1978
Fæðingarstaður:
Suresnes, Frakklandi
Fyrri félög:
Lens, Racing Club Paris, Lille
Kaupverð:
£ 3700000
Byrjaði / keyptur:
12. júlí 2002
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Cheyrou leikur vinstra megin á miðjunni en getur líka leikið frammi. Aðall hans er afbragðstækni og leikskilningur og hann er einnig skeinuhættur í aukaspyrnum. Bruno kom til Lille árið 1997 þegar liðið var í 2. deild. Litla liðinu óx ásmegin og lék í fyrsta skipti í Meistaradeildinni á 2001-2002 tímabilinu. Cheyrou var óhræddur við að leika á meðal þeirra bestu og skoraði 3 mörk í 5 leikjum. Hann var einnig atkvæðamikill í frönsku deildinni og skoraði 11 mörk fyrir Lille 2001-2002.

Í kjölfar sölu hans til Liverpool þá valdi nýr þjálfari franska landsliðsins og fyrrum þjálfari Lyon, Jacques Santini, kappann loks í landsliðshópinn. Cheyrou hefur átt í erfiðleikum með að aðlagast enska boltanum og lítur út fyrir að hann sé á útleið. Hann er nú í láni hjá Bordeaux og stendur sig ágætlega þar.

Tölfræðin fyrir Bruno Cheyrou

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2002/2003 19 - 0 2 - 0 2 - 0 5 - 1 1 - 0 29 - 1
2003/2004 12 - 2 4 - 2 0 - 0 3 - 0 0 - 0 19 - 4
Samtals 31 - 2 6 - 2 2 - 0 8 - 1 1 - 0 48 - 5

Fréttir, greinar og annað um Bruno Cheyrou

Fréttir

Skoða önnur tímabil