El-Hadji Diouf

Fæðingardagur:
15. janúar 1981
Fæðingarstaður:
Dakar, Senegal
Fyrri félög:
ASC Kaani Gui, Sochaux, Rennes, Lens
Kaupverð:
£ 10000000
Byrjaði / keyptur:
16. júlí 2002
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Raðmorðinginn", eins og El Hadji Ousseynou Diouf er kallaður vegna hæfni hans fyrir framan markið er átrúnaðargoð Senegalbúa. Hann hóf feril sinn hjá Sochaux tímabilið 1998-99 og fór þaðan til Rennes aðeins ári siðar. Hann staldraði þar einnig stutt við og var lánaður til Lens sumarið 2000. Hann stóð sig það vel að Lens ákvað að kaupa hann fyrir síðasta tímabil.

Diouf var valinn "Besti leikmaður Afríku 2001" og er kokhraustur strákur sem segist hafa ratað í margvísleg vandræði þegar hann var að alast upp í Senegal. Nú er hann kominn undir stjórn agameistarans Houllier og líst vel á það: "Ég fékk tilboð frá Inter og Valencia en mig hefur dreymt um að leika fyrir Liverpool síðan ég var smápjakkur. Mér líkar leikstíll liðsins. Liverpool gefst aldrei upp, einmitt eins og ég."

Vandræði innan og utan vallar settu strik í reikninginn hjá Senegalanum og Bolton gaf honum annað tækifæri á að sanna sig í ensku úrvalsdeildinni.

Tölfræðin fyrir El-Hadji Diouf

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2002/2003 29 - 3 3 - 0 5 - 3 9 - 0 1 - 0 47 - 6
2003/2004 26 - 0 1 - 0 2 - 0 4 - 0 0 - 0 33 - 0
Samtals 55 - 3 4 - 0 7 - 3 13 - 0 1 - 0 80 - 6

Fréttir, greinar og annað um El-Hadji Diouf

Fréttir

Skoða önnur tímabil