Milan Baros
- Fæðingardagur:
- 28. október 1981
- Fæðingarstaður:
- Tékklandi
- Fyrri félög:
- Banik Ostrava
- Kaupverð:
- £ 3200000
- Byrjaði / keyptur:
- 21. desember 2001
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Patrik Berger spáir samlanda sínum, Milan Baros, glæstri framtíð í enska boltanum: "Milan er enn ungur að árum en enski boltinn hentar leikstíl hans afskaplega vel. Hann er öflugur í loftinu, líkamlega sterkur og leikinn. Hann er afar frábrugðinn Michael Owen og Robbie Fowler. Ég veit að hans bíður glæst framtíð og kemur mér ekki á óvart að Liverpool keypti hann. Ég talaði við stjórann er ég heyrði af áhuga Liverpool á honum og þá kom í ljós að Houllier hafði fylgst með honum síðan Baros var 17 ára og hann vissi miklu meira um hann heldur en ég."
Baros skoraði í fyrsta leik sínum fyrir A-landsliðið í vináttuleik gegn Belgum, 25. apríl 2001, sem lauk með 1-1 jafntefli og annað mark fylgdi í kjölfarið í næsta leik gegn N-Írum. Sá leikur var í undankeppni HM og Baros var búinn að stimpla sig rækilega inn í A-landsliðið. Josef Chovanec þjálfari var ánægður með pilt: "Milan hjálpaði okkur að snúa leiknum okkur í vil. Hraði hans, tækni og kraftur gerði útaf við N-Íranna og hann uppskar með marki." Baros byrjaði landsliðsferillinn af krafti og hefur skorað grimmt fyrir Tékkland og varð markakóngur EM 2004 þegar Tékkland komst í undanúrslit. Því miður nutu aðdáendur Liverpool snilli Baros bara af og til og hann var seldur til Aston Villa eftir aðeins eitt tímabil undir stjórn Rafael Benítez.
Tölfræðin fyrir Milan Baros
| Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
|---|---|---|---|---|---|---|
| 2001/2002 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 |
| 2002/2003 | 27 - 9 | 1 - 0 | 4 - 2 | 9 - 1 | 1 - 0 | 42 - 12 |
| 2003/2004 | 13 - 1 | 1 - 0 | 0 - 0 | 4 - 1 | 0 - 0 | 18 - 2 |
| 2004/2005 | 26 - 9 | 1 - 0 | 4 - 2 | 14 - 2 | 0 - 0 | 45 - 13 |
| 2005/2006 | 2 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 2 - 0 |
| Samtals | 68 - 19 | 3 - 0 | 8 - 4 | 28 - 4 | 1 - 0 | 108 - 27 |
Fréttir, greinar og annað um Milan Baros
Fréttir
-
| Sf. Gutt
Houllier fær Milan Baros aftur til liðs við sig -
| Sf. Gutt
Rafael talar hlýlega til Milan Baros

