Fabio Carvalho

Fæðingardagur:
30. ágúst 2002
Fæðingarstaður:
Lissabon
Fyrri félög:
Fulham
Kaupverð:
£ 7000000
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2022
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Fabio Carvalho var fyrsti leikmaðurinn sem keyptur var sumarið 2022 en tilkynning um félagsskiptin kom í maí það ár. Formlega varð hann svo leikmaður félagsins 1. júlí.

Hann er fæddur 30. ágúst 2002 í Lissabon í Portúgal en hóf ferilinn hjá Fulham á Englandi átta ára gamall. Hann lék með öllum yngri liðum liðsins og vakti fljótlega athygli annara liða.

Fyrsti leikur hans fyrir aðallið Fulham kom í september árið 2020 og undir lok þess tímabils, þegar Fulham féllu úr úrvalsdeildinni, kom hann við sögu í fjórum leikjum og skoraði eitt mark. Hann varð svo fastamaður í liðinu tímabilið þar á eftir þegar Fulham tryggðu sér sigur í næst efstu deild nokkuð öruggulega með 90 stigum og 106 mörkum skoruðum. Alls skoraði hann 11 mörk á tímabilinu og lagði upp önnur átta, alls spilaði hann 38 leiki.

Carvalho hefur spilað með yngri landsliðum Englands en er einnig gjaldgengur með Portúgal og í mars árið 2022 spilaði hann í fyrsta sinn með U-21 árs liði þeirra.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni undir stjórn Jürgen Klopp og þjálfarateymis hans.

Tölfræðin fyrir Fabio Carvalho

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2022/2023 13 - 2 1 - 0 2 - 1 4 - 0 1 - 0 21 - 3
Samtals 13 - 2 1 - 0 2 - 1 4 - 0 1 - 0 21 - 3

Fréttir, greinar og annað um Fabio Carvalho

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil