Yasser Larouci

Fæðingardagur:
01. janúar 2001
Fæðingarstaður:
El Oued, Alsír
Fyrri félög:
Le Havre
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2017
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Larouci kom til félagsins sumarið 2017 frá franska félaginu Le Havre, hann neitaði samningstilboði félagsins og Liverpool brugðust við og fengu hann til liðs við sig. Keppnisleyfi kom svo ekki fyrr en í nóvember sama ár og varð Larouci mikilvægur hlekkur í U-18 ára liði félagsins.

Tímabilið 2018-19 færði Larouci sig yfir í vinstri bakvarðastöðuna en áður hafði hann spilað sem vinstri kantmaður, varð það breyting til hins betra fyrir leik hans. Hann var einn besti leikmaður liðsins í sigrinum í FA Youth Cup árið 2019.

Sumarið 2019 fór hann með æfingahóp félagsins til Bandaríkjanna sem sýnir að hann er álitinn líklegur til að stíga skrefið upp í aðalliðið. Í október 2019 var hann t.d. á bekknum í Deildarbikarleik gegn Arsenal.

Larouci hefur heimild til að spila fyrir bæði landslið Alsír og Frakklands en þegar þetta er skrifað hefur hann ekki spilað landsleik.

Tölfræðin fyrir Yasser Larouci

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2019/2020 0 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0
Samtals 0 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0

Fréttir, greinar og annað um Yasser Larouci

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil