Ovie Ejaria

Fæðingardagur:
18. nóvember 1997
Fæðingarstaður:
London
Fyrri félög:
Arsenal
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2014


Ejaria er hæfileikaríkur miðjumaður sem kom til félagsins sumarið 2014 frá Arsenal en þar hafði hann alið manninn undanfarin 9 ár.  Hann spilar yfirleitt á miðjunni, er orkumikill og með góða sendingargetu.  Tímabilið 2014-15 spilaði hann með U-18 ára liði félagsins og æfði í Akademíunni.

Sumarið 2016 fékk hann tækifæri með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu og þótti standa sig mjög vel.  Jurgen Klopp ákvað svo að hafa hann í leikmannahópnum fyrir leikinn við Derby County í deildarbikarnum þann 20. september og þar fékk hann sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu þegar hann kom inná sem varamaður á 78. mínútu.  Hann mun þó að mestu leyti spila með U-23 ára liði félagsins á tímabilinu en aldrei að vita nema að tækifærin verði fleiri með aðalliðinu þegar fram líða stundir.

Tölfræðin fyrir Ovie Ejaria

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2016/2017 2 - 0 3 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 8 - 0
2017/2018 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 2 - 0 3 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 8 - 0

Fréttir, greinar og annað um Ovie Ejaria

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil