Luis Alberto

Fæðingardagur:
28. september 1992
Fæðingarstaður:
San Jose Del Valle, Spáni
Fyrri félög:
Sevilla, Barcelona B
Kaupverð:
£ 6800000
Byrjaði / keyptur:
22. júní 2013

Luis Alberto er fjölhæfur sóknar- og miðjumaður sem kom til félagsins frá Sevilla í júní 2013.

Alberto fæddist 28. september árið 1992 í San Jose del Valle í Cadiz á suðvestur strönd Spánar.

12 ára að aldri tóku Sevilla menn eftir hæfileikum hans og fengu hann til liðs við Akademíu sína.  Árið 2009 gekk hann svo til liðs við B-lið Sevilla.

Alberto getur spilað hvar sem er í framlínunni eða á miðri miðjunni.  Hann er jafnvígur á báða fætur, er sterkur, hefur góða stjórn á boltanum og hefur virkilega góða yfirsýn yfir völlinn.

Alberto fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Sevilla þegar hann var aðeins 18 ára í apríl 2011.  Hann kom inná fyrir annan ungliða, Rodri, í síðari hálfleik í 1-0 tapi fyrir Getafe.  Hann spilaði alls sex leiki það tímabil fyrir félagið og eru það einu leikir hans með aðalliði á Spáni, áður en hann var seldur.

Á öðru tímabili sínu hjá Sevilla var hann lykilmaður í B-liði félagsins og skoraði hann næstum mark í öðrum hverjum leik eða alls 16 mörk í 34 leikjum.  Á tímabilinu 2009 - 2012 skoraði hann 25 mörk í 77 leikjum.

Tímabilið 2012-13 var hann lánaður til B-liðs Barcelona þar sem hann skoraði 11 mörk og átti 17 stoðsendingar í 38 leikjum.

Alberto var einn af hávöxnustu leikmönnum Barcelona liðsins en þrátt fyrir það sýndi hann gríðarlega tæknilega hæfileika þar sem hann var ekki síðri en aðrir leikmenn liðsins, sem margir hverjir eru jú reyndar frekar lágvaxnir.

Alberto hefur spilað fyrir yngri landslið Spánar.  Hann hefur spilað fyrir U18, U19 og U21 árs liðið þar sem hann spilaði sinn fyrsta leik gegn Belgum í febrúar 2013.  Hann hefur skorað eitt mark á landsliðsferlinum, það kom fyrir U19 ára liðið.

22. júní 2013 gekk hann svo til liðs við Liverpool.

Tölfræðin fyrir Luis Alberto

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2013/2014 9 - 0 2 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 12 - 0
Samtals 9 - 0 2 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 12 - 0

Fréttir, greinar og annað um Luis Alberto

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil