Nuri Sahin

Fæðingardagur:
05. september 1988
Fæðingarstaður:
Lüdenscheid, Þýskaland
Fyrri félög:
Borussia Dortmund, Feyenoord (lán), Real Madrid
Kaupverð:
£ 5000000
Byrjaði / keyptur:
25. ágúst 2012

Sahin fæddist í Þýskalandi en foreldrar hans eru báðir tyrkneskir.  Hann gekk til liðs við Borussia Dortmund þegar hann var 12 ára gamall en útsendarar félagsins sáu hann leika með RSV Meinerzhagen.

Snemma á ferlinum var ljóst að eitthvað var í hann spunnið og var hann valinn besti leikmaður U17 ára móts landsliða á Ítalíu.  Tyrkir náðu svo fjórða sætinu á heimsmeistaramóti U17 ára liða í Perú og þar var Sahin þriðji markahæsti leikmaður mótsins á eftir þeim Carlos Vela frá Mexíkó og Anderson frá Brasilíu.

Hann var svo yngsti leikmaður þýsku Bundesligunnar þegar hann var 16 ára og 354 daga gamall í ágúst 2005.  Í sama mánuði spilaði hann sinn fyrsta landsleik fyrir Tyrkland en hann hafði þá áður hafnað því að spila með Þýskalandi en hann var jú gjaldgengur með þeim vegna þess að hann fæddist þar.  Hann kom inná sem varamaður gegn Þýskalandi í vináttuleik í Istanbúl og eftir aðeins þrjár mínútur var hann búinn að skora glæsilegt mark.  Hann skeiðaði inní vítateig í hraðri sókn heimamanna og skoraði svo með hjólhestaspyrnu framhjá nokkrum varnarmönnum Þjóðverja.  Þar með varð hann yngsti markaskorari í sögu Tyrkja.

Fleiri met fylgdu í kjölfarið eftir að hann hafði spilað sinn fyrsta leik fyrir Dortmund, hann varð yngsti markaskorari þýsku Bundesligunnar þegar hann skoraði sigurmark gegn FC Nurnberg í nóvember 2005.  Þetta tímabil varð hans fyrsta í þýsku deildinni, hann spilaði alls 23 leiki og átti sex stoðsendingar.  Næsta tímabil spilaði hann 24 leiki í deildinni og ekki má gleyma því að hann var aðeins 18 ára gamall.

Hann var lánaður til hollenska liðsins Feyenoord tímabilið 2007-8 og skoraði hann tvö mörk í sínum fyrsta leik fyrir félagið.  Ástæða þess að hann var lánaður til þeirra var sú að hann vildi leika undir stjórn fyrrum þjálfara síns Bert van Marwijk sem hafði farið frá Dortmund árið 2006.  Í Þýskalandi gekk Dortmund ekki vel og félagið endaði í 13. sæti og Thomas Doll þjálfari var rekinn og við tók Jurgen Klopp.

Klopp vildi fá Sahin strax til baka fyrir næsta tímabil því hann ætlaði að gera Dortmund að besta liði Þýskalands á ný.  Eftir fjögur ár hafði hann gert einmitt það.

Tímabilið 2008-9 endaði liðið í sjötta sæti og þar spilaði Sahin stórt hlutverk í liðinu ásamt Kevin Grosskreutz, Lukas Piszczek, Mats Hummels og Mario Gotze.  Hann skoraði tvisvar og lagði upp sex mörk í 25 leikjum.  Tímabilið eftir skoraði hann fjögur mörk og átti 8 stoðsendingar þegar félagið færðist nær toppi deildarinnar.

Tímabilið 2010-11 varð félagið svo meistari.  Sahin spilaði nánast alla leiki og áfram hélt hann að bæta sig, hann skoraði sex mörk og lagði upp átta er félagið varð meistari í fyrsta sinn í 8 ár.

Sumarið 2011 gekk hann svo til liðs við Real Madrid því Jose Mourinho og félagar komu kallandi.  Fyrsti leikur hans í La Liga endaði með 7ö1 sigri gegn Osasuna í nóvember 2011 og í desember það ár skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið þegar liðið gjörsigraði Ponferradina 5-1 í spænska bikarnum.

Madrid urðu svo meistarar árið 2012 en fjórum mánuðum síðar hélt Sahin til Englands á láni hjá Liverpool !

Tölfræðin fyrir Nuri Sahin

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2012/2013 7 - 1 0 - 0 1 - 2 4 - 0 0 - 0 12 - 3
Samtals 7 - 1 0 - 0 1 - 2 4 - 0 0 - 0 12 - 3

Fréttir, greinar og annað um Nuri Sahin

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil