Patrik Berger

Fæðingardagur:
10. nóvember 1973
Fæðingarstaður:
Prag, Tékkóslóvakíu
Fyrri félög:
Sparta Prag, Slavia Prag, Borussia Dortmund, Portsmouth
Kaupverð:
£ 3250000
Byrjaði / keyptur:
01. ágúst 1996
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Paddy kom til Liverpool sumarið 1996 en það var ekki fyrr en nú á síðustu tveimur sparktíðum að honum hefur tekist að sýna hvað í honum býr og líklega á hann meira inni. Berger er mjög kraftmikill, fljótur og gríðarlega skotfastur. Leikstíll hans höfðar til áhorfenda og þá ekki bara til kvenþjóðarinnar sem þykir hann einn sá flottasti. Mörkin sem hann skorar eru yfirleitt glæsileg og vinsældir hans í Liverpool eru gríðarlegar. Þáttur Berger hjá Liverpool er ekki bara að leika á andstæðinginn og skora með vinstri fótar þrumuskotum en það ber ekki eins mikið á því að Patrik er mjög fylginn sér og vinnur gífurlega mikið fyrir liðsheildina. Hann er virtur í heimalandi sínu og til marks um það var hann kosinn knattspyrnumaður ársins í Tékklandi 1996 og 1999.

Feril hans hjá Liverpool má rekja hér fyrir neðan í nokkrum köflum en niðurlag ferils hans hjá LFC er það að í kjölfar tíðra meiðsla féll hann út úr myndinni hjá Houllier og leikur nú með Portsmouth.

Tölfræðin fyrir Patrik Berger

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
1996/1997 23 - 6 2 - 1 3 - 2 6 - 0 0 - 0 34 - 9
1997/1998 22 - 3 1 - 1 3 - 0 2 - 0 0 - 0 28 - 4
1998/1999 32 - 7 2 - 0 1 - 2 6 - 0 0 - 0 41 - 9
1999/2000 34 - 9 1 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 37 - 9
1999/2000 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2000/2001 14 - 2 1 - 0 1 - 0 5 - 0 0 - 0 21 - 2
2001/2002 21 - 1 1 - 0 0 - 0 8 - 0 1 - 0 31 - 1
2002/2003 2 - 0 0 - 0 1 - 0 1 - 0 0 - 0 4 - 0
Samtals 148 - 28 8 - 2 11 - 4 28 - 0 1 - 0 196 - 34

Fréttir, greinar og annað um Patrik Berger

Fréttir

Skoða önnur tímabil