Daniel Pacheco

Fæðingardagur:
05. janúar 1991
Fæðingarstaður:
Malaga, Spáni
Fyrri félög:
Malaga, Barcelona
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2007
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Pacheco var keyptur sumarið 2007 frá Barcelona og er hann talið gríðarmikið efni.

Hann var einn af fjölmörgum leikmönnum sem yfirgáfu unglingalið Barcelona fyrir lið í Úrvalsdeildinni. Þar sem að leikmenn á Spáni mega ekki skrifa undir atvinnumannasamning fyrr en þeir eru 18 ára hafa leikmenn eins og Cesc Fabregas, Gerard Pique, Francisco Merida og nú Pacheco gengið til liðs við ensk félög.

Hann spilar reglulega fyrir varalið félagsins, hann skoraði í fyrsta sinn sem hann var í byrjunarliðinu í leik gegn Bolton og hjálpaði hann liðinu að vinna deildartitilinn tímabilið 2007-08.

Pacheco er ekki hávaxinn en hann bætir það upp með frábærri tækni. Spilar hann reglulega fyrir U-17 ára landslið Spánar og skoraði hann þrennu með liðinu gegn San Marino í október 2007.

Pacheco tók þátt í undirbúningstímabilinu með aðalliðinu fyrir síðustu leiktíð og tók hann þátt í mörgum af æfingaleikjum liðsins og þótti hann slá í gegn í þeim leikjum þrátt fyrir ungan aldur, hann var duglegur í að skapa færi, koma sér í færi og í tveimur af sex leikjum hans á þeim tíma var hann valinn maður leiksins.

Þrátt fyrir þessa frábæru takta í æfingaleikjunum þá fékk hann ekki tækifæri með aðalliðinu en hann hélt áfram að spila vel fyrir varaliðið og var einn þeirra allra besti leikmaður á núliðinni leiktíð. Hann hefur fengið tækifæri með aðalliðinu í æfingaleikjum fyrir tímabilið 2009-2010 og stóð hann sig með prýði en hugsanlegt er að hann gæti verið í leikmannahópi liðsins þegar líður á leiktíðina.

Tölfræðin fyrir Daniel Pacheco

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2008/2009 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2009/2010 4 - 0 0 - 0 0 - 0 3 - 0 0 - 0 7 - 0
2010/2011 1 - 0 0 - 0 1 - 0 5 - 0 0 - 0 7 - 0
2012/2013 0 - 0 0 - 0 1 - 0 2 - 0 0 - 0 3 - 0
Samtals 5 - 0 0 - 0 2 - 0 10 - 0 0 - 0 17 - 0

Fréttir, greinar og annað um Daniel Pacheco

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil