Antonio Nunez

Fæðingardagur:
15. janúar 1979
Fæðingarstaður:
Madrid, Spáni
Fyrri félög:
San Federico, CD Las Rozas, Real Madrid
Kaupverð:
£ 3000000
Byrjaði / keyptur:
17. ágúst 2004
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Útsendarar Real Madrid komu auga á kappann árið 2001 þegar hann lék fyrir 3. deildarliðið, CD la Rozas. Hann lék í varaliði Real þar til 2003-2004 tímabilið, þegar hann lék 13 leiki í stjörnumprýddu liði Real. Hann skoraði í fyrsta leik sínum fyrir Real 2. september 2003 gegn Villareal. Það var draumi líkast fyrir Nunez sem hafði haldið með Real frá því að hann var krakki. Michael Owen fór til Real í upphafi 2004-2005 tímabilsins og var Nunez hluti af þeim pakka. Kaupverð hans er áætlað 3 milljónir punda.

Nunez byrjaði ekki feril sinn á Anfield vel því að eftir fyrsta blaðamannafund sinn hjá liðinu þegar hann var kynntur fyrir fjölmiðlum fór hann á æfingu og meiddist á hné sem héldu honum utan vallar í tæpa þrjá mánuði. Nunez lék þokkalega hjá Liverpool og skoraði sitt eina markið fyrir félagið í úrslitaleik deildarbikarsins gegn Chelsea. Hann dvaldi einungis tæpt ár í herbúðum Liverpool og snéri aftur til heimlandsins sumarið 2005.

Tölfræðin fyrir Antonio Nunez

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2004/2005 18 - 0 1 - 0 3 - 1 5 - 0 0 - 0 27 - 1
Samtals 18 - 0 1 - 0 3 - 1 5 - 0 0 - 0 27 - 1

Fréttir, greinar og annað um Antonio Nunez

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil