Layton Maxwell

Fæðingardagur:
03. október 1979
Fæðingarstaður:
St. Asaph, Wales
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. janúar 1900
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Layton er jafnaldri Michael Owen. Á yngri árum bjuggu þeir stutt frá hvor öðrum og skiptust foreldrar þeirra á um að aka þeim á æfingar hjá Liverpool. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Wales nú síðast með U-21. árs liðinu og leikur á miðjunni eða á vinstri kantinum. Hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu gegn Hull í deildarbikarnum 21. sept. 1999 og skoraði annað mark Liverpool í 4:2 sigri. Markið þótti sérlega fallegt. Hann lék á nokkra varnarmenn og hamraði boltann í markið utan vítateigs fyrir framan The Kop.

Þegar uppi var staðið var þetta eini leikurinn hans og eina mark hans fyrir Liverpool og hann leikur nú með Cardiff.

Tölfræðin fyrir Layton Maxwell

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
1999/2000 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um Layton Maxwell

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil