Daniel Sjolund

Fæðingardagur:
22. apríl 1983
Fæðingarstaður:
Mariehamn, Finnlandi.
Fyrri félög:
IFK Mariehamn, IF Brommapojkarna, West Ham Utd.
Kaupverð:
£ 1000000
Byrjaði / keyptur:
29. nóvember 2000

Daniel er ekkert sérstaklega hávaxinn, en hann er nautsterkur og fylginn sér. Hann er með baneitraðan vinstri fót og er markaskorari af Guðs náð. Þegar Liverpool ákvað að láta Rigobert Song fara til West Ham, þá settu þeir það skilyrði að hinn 17 ára gamli Sjölund myndi koma yfir til Liverpool á móti. Houllier var búinn að fylgjast með stráknum lengi og þegar að Sjölund frétti af þessum áhuga, þá var valið ekki erfitt. Daniel hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Liverpool og því var þetta draumi líkast fyrir hann þegar hann gekk til liðs við liðið. Hann var ekki lengi að stimpla sig inn og skoraði reglulega fyrir bæði varaliðið og undir 19 ára liðið á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu.

Fótbrot árið 2001 seinkaði þróun ferils hans hjá félaginu og hann var rétt að verða góðpur aftur undir lok tímabils vorið 2002. Hann er sá yngsti sem hefur spilað landsleik með undir 21 árs liði Finna og það var einmitt í leik með því liði sem hann vakti fyrst eftirtekt Liverpool. Hann skoraði þá tvö mörk gegn undir 21 árs liði Englands, sem þá var stjórnað af Sammy Lee. Sjölund hefur verið nefndur sem einn af efnilegustu framherjum Evrópu og vonandi á hann eftir að springa út í framtíðinni.

Tölfræðin fyrir Daniel Sjolund

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2002/2003 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um Daniel Sjolund

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil