Alou Diarra

Fæðingardagur:
15. júlí 1981
Fæðingarstaður:
Fyrri félög:
CS Louhans-Caiseaux, Bayern Munchen. Le Havre (í láni), Bastia (í láni)
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
09. júlí 2002

Diarra var seldur til Bayern Munchen frá franska 2. deildarliðinu CS Louhans-Caiseaux 1. júlí 2000. Hann stóð vel með áhugamannaliði Bayern tímabilið 2000-2001 í Oberligunni sem er 3. deildin í Þýskalandi. Hann var allavega álitinn nógu góður til að eiga skilið sæti í þeim hópi sem Bayern stillti upp fyrir Meistaradeildina 2001 þegar þeir urðu Evrópumeistarar. Diarra var einnig í franska u-20 ára landsliðinu sem var slegið út í 8-liða úrslitum gegn Argentínu á HM unglinga sumarið 2001.

Bayern bauð honum nýjan þriggja ára samning sl. vor en hann neitaði tilboði Þýskalandsrisana: "Tilboð þeirra var mjög freistandi en ég hef önnur tilboð á borðinu sérstaklega frá liðum í Frakklandi", sagði hann á sínum tíma í viðtali við fjölmiðla. Samningur hans við Bayern rann út 30. júní 2002 og þurfti Liverpool því ekki að borga túskilding fyrir hann.

Diarra kom frekar lítið við sögu hjá LFC og var í láni hjá Le Havre 2003-03, Bastia 2003-2004 og svo hjá Lens og þá komst hann í franska landsliðshópinn og Lens keypti hann fyrir 2 milljónir punda.

Tölfræðin fyrir Alou Diarra

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um Alou Diarra

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil