Richie Partridge

Fæðingardagur:
12. september 1980
Fæðingarstaður:
Dublin
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. janúar 1900
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Richie lék sem unglingur með Stella Maris í Dublin og þar tóku útsendarar Liverpool tóku eftir honum. Fimmtán ára flutti Richie til Liverpool og er sáttur við þróun mála: "Það gengur allt samkvæmt áætlun hjá mér. Ég er búinn að vera í þrjú og hálft ár hjá Liverpool. En því miður missti ég af einu tímabili vegna alvarlegra hnémeiðsla. Ég hélt ekki með Liverpool sem strákur en tækifærið að ganga til liðs við félagið var of gott til að sleppa því. Núna finnst mér Liverpool besta félag í heimi og ég er mjög stoltur að vera í þeirra röðum."

Gerard Houllier er viss um að þessi bráðefnilegi drengur sé á hraðri uppleið hjá félaginu: "Richie er næst því að komast í aðalliðið af ungu leikmönnunum. Hann er fljótur, með góðan fótaburð og er óútreiknanlegur þegar hann rekur boltann. Hann er snjall leikmaður og gerir hluti sem maður býst ekki við. Hann getur leikið bæði hægra og vinstra megin og getur skorað mörk. Honum hefur farið mikið fram á þessum tæpa ári sem hann hefur æft með aðalliðinu. Hann þarf kannski 1-2 ár til að þroskast meira en hann hefur hæfileikana og tæknina og nú fær hann tækifæri til að sýna hvað hann getur. Hann þarf kannski meiri líkamlegan styrk en það mun batna líka."

Partridge stóð sig vel hjá Coventry-liði Gary McAllister í 1. deildinni og gæti þróast í ágætis 1. deildar leikmann.

Tölfræðin fyrir Richie Partridge

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2002/2003 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2003/2004 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2004/2005 0 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0

Fréttir, greinar og annað um Richie Partridge

Fréttir

Skoða önnur tímabil