Bobby Clark

Fæðingardagur:
07. febrúar 2005
Fæðingarstaður:
Epsom, Englandi
Fyrri félög:
Newcastle
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
26. ágúst 2021

Bobby Clark kom til félagsins frá Newcastle í ágúst 2021 og skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumanna samning í febrúar 2022.

Clark, sem getur spilað hvar sem er í framlínunni sem og á miðjunni, byrjaði ferilinn hjá Liverpool með U-18 ára liðinu og skoraði strax í fyrsta leik í 3-3 jafntefli gegn Nottingham Forest á útivelli. Hann er sonur fyrrum miðjumanns Newcastle Lee Clark, sem margir muna kannski eftir frá árum áður. Tímabilið 2021-22 skoraði hann 13 mörk í öllum keppnum.

Hann var í aðalliðshópnum í fyrstu leikjum Liverpool í úrvalsdeildinni tímabilið 2022-23 og kom inná í sínum fyrsta leik í ágúst í 9-0 sigri á Bournemouth, hvar hann spilaði síðustu sjö mínútur leiksins.

Tölfræðin fyrir Bobby Clark

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2022/2023 1 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0
2023/2024 5 - 0 3 - 0 2 - 0 2 - 1 0 - 0 12 - 1
Samtals 6 - 0 3 - 0 3 - 0 2 - 1 0 - 0 14 - 1

Fréttir, greinar og annað um Bobby Clark

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil