Gregory Vignal

Fæðingardagur:
19. júlí 1981
Fæðingarstaður:
Montpellier
Fyrri félög:
Montpellier
Kaupverð:
£ 500000
Byrjaði / keyptur:
22. september 2000
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Gregory Vignal treystir fremur á vinstri fótinn en getur leikið bæði sem vinstri og hægri bakvörður. Þess má geta að fyrirmynd Vignal í boltanum er Bixente Lizarazu sem Houllier óskaði heitt að fá á Anfield og þá er ekki verra að fá hugsanlegan eftirmann hans í franska landsliðinu, tíu árum yngri leikmann sem er rétt að hefja ferillinn.

"Ég var auðvitað hæstánægður að skrifa undir minn fyrsta atvinnumannasamning fyrir stórlið eins og Liverpool aðeins 19 ára gamall. Það höfðu nokkur félög áhuga á mér frá Frakklandi og Spáni. Celta Vigo, Valencia og Paris St. Germain báru öll víurnar í mig. Þegar lið sem er með eins mikla sögu og velgengni að baki eins og Liverpool þá segirðu ekki nei. Ég veit að þetta er stórt stökk fyrir mig en ég er mun meira spenntur frekar en áhyggjufullur. Ég veit að ég mun bæta mig sem leikmaður með því að leika við hlið stærstu nafna í Evrópu."

Vignal fótbrotnaði er hann var að festa sig í sessi í vinstri bakvarðastöðunni og síðan hefur hann dvalið lengstum víðs fjarri Englandi í láni í Frakklandi, Spáni og í Skotlandi. Hann var leystur undan samningi sumarið 2005.

Tölfræðin fyrir Gregory Vignal

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2002/2003 1 - 0 0 - 0 2 - 0 1 - 0 0 - 0 4 - 0
2003/2004 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 1 - 0 0 - 0 2 - 0 1 - 0 0 - 0 4 - 0

Fréttir, greinar og annað um Gregory Vignal

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil