Liam Hughes

Fæðingardagur:
19. ágúst 2001
Fæðingarstaður:
Craigavon, Norður-Írland
Fyrri félög:
Glasgow Celtic
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. febrúar 2021
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Liam Hughes er norður-írskur markvörður sem var keyptur til félagsins í lok félagaskiptagluggans í janúar árið 2021. Hann var aðeins 15 ára þegar hann var tekinn inní aðallið Portadown í heimalandinu tímabilið 2016-17. Hann var svo eitt tímabil hjá Dungannon Swifts sem varamarkvörður áður en hann gekk til liðs við Glasgow Celtic árið 2018. Þar var hann í þrjú ár en spilaði ekki fyrir aðallið félagsins. Eins og áður sagði var hann keyptur til Liverpool í lok janúar 2021 og þann 28. febrúar var hann á varamannabekknum gegn Sheffield United í deildarleik. Kom það til vegna þess að Alisson Becker hafði misst föður sinn og Caoimhin Kelleher var meiddur og hvorugur því ekki til taks fyrir leikinn. Áður en tímabilinu lauk hafði hann verið kallaður upp í norður-írska landsliðið þar sem hann var ónotaður varamaður í tveimur leikjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins.

Tölfræðin fyrir Liam Hughes

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2021/2022 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um Liam Hughes

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil