Herbie Kane

Fæðingardagur:
23. nóvember 1998
Fæðingarstaður:
Bristol
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2013

Herbie Kane gekk til liðs við Akademíu félagsins 15 ára að aldri en hafði áður verið á mála hjá Bristol City. Sumarið 2015 spilaði hann með U-17 ára landsliði Englands í lokakeppni Evrópumótsins. Hann er góður sendingamaður og matar oft samherja sína á frábærum sendingum og skorar þess að auki glæsileg mörk.

Tímabilið 2017-18 átti hann mjög gott tímabil með U-23 ára liðinu sem og U-19 ára liðinu sem spilaði undir stjórn Steven Gerrard í unglingakeppni UEFA (UEFA Youth League). Tímabilið þar á eftir vildu Doncaster Rovers fá hann á láni og spilaði hann með þeim fyrri hluta þess tímabils.

21. desember 2018 skrifaði Kane undir nýjan samning við félagið og framlengdi um leið lánssamningi sínum við Doncaster og spilaði hann með þeim til loka tímabilsins 2018-19.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool þann 25. september 2019 gegn MK Dons í deildarbikarnum. Kom hann inná sem varamaður fyrir Alex Oxlade-Chamberlain á 82. mínútu.

Tölfræðin fyrir Herbie Kane

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2019/2020 0 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0

Fréttir, greinar og annað um Herbie Kane

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil