Andy Lonergan

Fæðingardagur:
19. október 1983
Fæðingarstaður:
Preston, Englandi
Fyrri félög:
Preston, Leeds, Bolton, Fulham, Wolves, Middlesbrough
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
12. ágúst 2019

Andy Lonergan er markvörður sem hefur komið víða við á ferli sínum. Sumarið 2019 var hann samningslaus og markvarðavandræði gerðu vart við sig hjá Liverpool á undirbúningstímabilinu. Flestir markverðir unglingaliðanna voru meiddir og Alisson ekki kominn til baka úr fríi. Félagið ákvað því að fá Lonergan til liðs við sig fyrir æfingaferð til Bandaríkjanna og gerði við hann stuttan samning.

Þegar Alisson meiddist svo í fyrsta leik tímabilsins var svipuð staða komin upp og Lonergan því fenginn aftur til félagins á stuttum samning. Hann var hluti af leikmannahópnum sem fór til Tyrklands og tryggði sér Stórbikar Evrópu, Lonergan sat á bekknum í þeim leik.

Tölfræðin fyrir Andy Lonergan

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2019/2020 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um Andy Lonergan

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil