Kamil Grabara

Fæðingardagur:
08. janúar 1999
Fæðingarstaður:
Ruda Slaska, Póllandi
Fyrri félög:
Ruch Chorzow
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2016

Grabara er pólskur markvörður sem kom til félagsins sumarið 2016 frá Ruch Chorzow. Hann hefur spilað fyrir U-17 ára landslið Póllands.

Hann þykir efnilegur markvörður og spilar reglulega fyrir U-23 ára lið félagsins auk þess sem hann æfir á Melwood.

Grabara er ekki fyrsti markvörðurinn frá Póllandi sem er hjá félaginu en hann vonast til þess að geta fetað í fótspor Istanbul hetjunnar Jerzy Dudek.

Sumarið 2018 fékk hann svo tækifæri á undirbúningstímabilinu þegar hann spilaði nokkra leiki og var m.a. hluti af leikmannahópnum sem ferðaðist til Bandaríkjanna.

Tölfræðin fyrir Kamil Grabara

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um Kamil Grabara

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil