Stephen Wright

Fæðingardagur:
08. febrúar 1980
Fæðingarstaður:
Liverpool
Fyrri félög:
uppalinn
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. janúar 1900
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Stephen hefur æft á Melwood í tvö ár og kom upp í gegnum unglingastarf Liverpool. Hann er enn einn heimamaðurinn í liði Liverpool sem hélt áður með Everton. Það sem er enn merkilegra er að hann hafnaði boði um að leika með félaginu sem hann studdi áður: "Ég skipti um skoðun þegar ég var 12 eða 13 ára gamall. Ég æfði nokkrum sinnum með Everton og var þar til reynslu en líkaði það ekkert sérstaklega og er á engan hátt sambærilegt við það sem á sér stað hér".

Wright var fyrst á varamannabekk aðalliðsins gegn Celta Vigo 24. nóvember 1998 en var í láni hjá Crewe 1999-2000. Á þessu tímabili tók hann við fyrirliðastöðu Djimi Traore hjá varaliðinu. Wright líkar best best að leika sem miðvörður en eins og gegnir um fleiri leikmenn Liverpool þá gefst honum sjaldan kostur á að leika í uppáhaldsstöðu sinni en hann kvartar ekki: "Ég get einnig spilað sem hægri bakvörður eða á hægri kantinum. En í fullri hreinskilni þá er mér alveg sama hvar á vellinum ég spila á meðan ég er í liðinu."

"Þó að ég hafi nú leikið minn fyrsta leik með aðalliðinu þýðir það ekki að ég sé kominn á kortið. Auðvitað hugsar maður mér sér: "Áfram, inn með þig" en verður samt að hafa báða fætur á jörðinni enda ef einhverjum finnst að maður sé farinn að líta of stórt á sig fær maður að vita það nógu fljótt!"

Wright var seldur til Sunderland fyrir 3 milljónir punda og frammmistaða hans þar hefur fyllilega réttlætt þá sölu.

Tölfræðin fyrir Stephen Wright

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
1998/1999 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
1999/2000 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
1999/2000 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2000/2001 2 - 0 1 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 4 - 0
2001/2002 12 - 0 1 - 0 1 - 0 3 - 1 0 - 0 17 - 1
Samtals 14 - 0 2 - 0 2 - 0 3 - 1 0 - 0 21 - 1

Fréttir, greinar og annað um Stephen Wright

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil