Nick Barmby

Fæðingardagur:
11. febrúar 1974
Fæðingarstaður:
Hull
Fyrri félög:
Tottenham, Middlesbrough, Everton
Kaupverð:
£ 6000000
Byrjaði / keyptur:
17. júlí 2000
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Barmby kom til Everton frá Middlesbrough 2. nóvember 1996 fyrir 5.75 milljónir punda sem var hæsta upphæð sem Everton hafði greitt fyrir leikmann. Það þarf að fara aftur til ársins 1959 til þess að finna leikmann sem var nógu hugrakkur til að fara frá Everton til Liverpool, Dave Hickson. "Ég get vel skilið að aðdáendur Everton séu fúlir út í mig og ég skil vel þá aðstöðu sem ég er í. En ég vona að fólk skilji að ég vildi leika fyrir liðið sem ég studdi sem drengur. Fólk má tala eins mikið og það lystir um mig en ég ætla bara að einbeita mér að því að spila fótbolta og standa mig vel hjá Liverpool."

Houllier var hæstánægður með kaupin: "Barmby er miðvallarleikmaður sem skoraði 10 mörk á síðasta tímabili sínu með Everton. Ég er mjög hrifinn af fjölhæfni hans. Hann getur leikið vinstra megin, fyrir miðju eða á hægri kantinum. Aðdáendur Liverpool eru ánægðir með þessi kaup og ég líka."

Barmby átti afbragðsleiktíð 2000/2001 en allt annað var uppi á teningnum tímabilið eftir og hann var seldur til Leeds þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar.

Tölfræðin fyrir Nick Barmby

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2000/2001 26 - 2 5 - 1 6 - 1 9 - 4 0 - 0 46 - 8
2001/2002 6 - 0 0 - 0 1 - 0 4 - 0 1 - 0 12 - 0
Samtals 32 - 2 5 - 1 7 - 1 13 - 4 1 - 0 58 - 8

Fréttir, greinar og annað um Nick Barmby

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil