Vegard Heggem

Fæðingardagur:
13. júlí 1975
Fæðingarstaður:
Þrándheimi, Noregi
Fyrri félög:
Rennebu, Orkdal, Rosenborg
Kaupverð:
£ 3500000
Byrjaði / keyptur:
21. júlí 1998
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Fyrsti leikmaðurinn sem Houllier og Evans keyptu þegar þeir voru báðir stjórar. Heggem hóf ferilinn sem hægri útherji en var síðan færður í hægri bakvörð hjá Rosenborg. Vegard öðlaðist dýrmæta reynslu hjá norsku meisturunum er kappinn hefur leikið yfir 20 leiki í Meistaradeildinni og m.a. unnið sér það til frægðar að skora sigurmark Rosenborg gegn AC Milan á San Siro. Vegard er fljótur og einstaklega leikinn leikmaður og efast enginn um þessa eiginleika hans. Vegard er frábær sóknarlega en þarf að bæta varnarleik sinn.

Heggem lék sinn fyrsta landsleik gegn tilvonandi heimsmeisturum Frakka og skoraði mark en meiddist svo á nára og gat ekki leikið með á HM í Frakklandi. En Vegard var í skýjunum yfir að vera kominn til Liverpool: "Sú staðreynd að ég sé orðinn leikmaður Liverpool hefur bætt upp vonbrigðin að missa af HM. Ég hlakka til að leika með liðinu en það verður erfitt að vinna sér fast sæti í liðinu en ég væri ekki hérna ef ég hefði ekki trú á að mér tækist það."

Tíð meiðsli settu mark sitt á feril hans hjá Liverpool og hann rekur nú laxveiðiparadís í Noregi.

Tölfræðin fyrir Vegard Heggem

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
1999/2000 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2000/2001 3 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 4 - 0
2001/2002 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2002/2003 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 3 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 4 - 0

Fréttir, greinar og annað um Vegard Heggem

Fréttir

Skoða önnur tímabil