Ágúst Ólafsson
Hvað heitir þú?
Ágúst Ólafsson.
Hvenær ertu fæddur?
16. október, 1958.
Hvenær byrjaðir þú að halda með Liverpool og hvers vegna?
Fljótlega upp úr 1970. Mágur minn hélt með Liverpool og mér fór að lítast betur á Rauða herinn en Wolves sem var mitt lið þá. Það var ekki aftur snúið!
Hvenær sástu þinn fyrsta leik?
Ég hef ekki séð Liverpool spila....nema í sjónvarpi.
Hvað áttu margar Liverpool-treyjur?
Ég hef aldrei eignast Liverpool treyju. En ég á góðan trefil og könnu! Fæ mér alltaf góðan kaffisopa úr henni á leikdögum.
Hver er uppáhaldstreyjan þín?
Sjá svarið á undan.
Hver er uppáhaldsleikmaður þinn sem nú er í Liverpool?
Robbie Fowler.
Hver er uppáhalds fyrrverandi leikmaður Liverpool?
Sammy Lee.
Minnisstæðasti leikurinn?
Úrslitaleikur Liverpool og Real Madrid í Evrópubikarnum á Parc des Princes í maí, 1981. Alan Kennedy skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok. Þennan leik sá ég í sumarbústað í Ölfusborgum!
Hefur þú farið á Anfield? Ef svo er hvað oft, og á hvaða leik eða leiki?
Ég hef aldrei farið á Anfield.
Ferð þú oft á liverpool.is?
Já, minnst daglega – stundum oft á dag.
Notar þú spjallborðið á liverpool.is?
Það kemur fyrir.
Ef þú fengir að vera framkvæmdastjóri Liverpool í einn dag hvað væri það fyrsta sem þú myndir gera?
Fyrst búið er að selja Fernando Morientes þá þarf ég bara að selja Djibril Cissé. Kaupa síðan tvo framherja og tvo hægri kantmenn, ef dagurinn entist til þess.
Hvaða nafn og númer myndir þú setja aftan á Liverpooltreyjuna þína?
FOWLER – 9, gamla númerið hans.
Hvaða stöðu myndir þú vilja spila á Anfield og hvers vegna?
Í minni gömlu stöðu, í markinu. Þá fengi ég að standa í sporum Ray Clemence. Hann var stórkostlegur markmaður.
Hvernig líst þér á Rafael Benítez?
Mjög vel – frábær framkvæmdastjóri! Hann hefur þann kost að geta byggt upp góðan móral í liðinu um leið og hann er snillingur í leikskipulagi. Baráttan og samheldnin í liðnu er ótrúleg!
Hvaða leikmann annars liðs myndir þú vilja sjá á Anfield?
Michael Owen.
Hvaða núverandi leikmann Liverpool myndir þú helst vilja hitta?
Robbie Fowler.
En fyrrverandi leikmann?
Sammy Lee.
Hverjar eru vonir og væntingar fyrir næsta tímabil?
Væntingar mínar eru þær að Liverpool spili enn betur en á nýliðnu tímabili. Rafael Benítez verður næsta og þarnæsta tímabil að kaupa menn til að fylla í skörðin þar sem liðið er veikt fyrir í dag. Helst vil ég sjá liðið gera harða hríð að enska meistaratitlinum á næsta tímabili, ég held þó að við verðum ekki meistarar fyrr en tímabilið 2007-2008. Gott gengi í Meistaradeildinni er góður bónus, en nú þarf sá enski að fara að komast í hús!