)

Danny Murphy

Danny segist aldrei hafa verið í betra formi á ferli sínum en sú staðreynd hefur varla farið framhjá neinum sem hefur fylgst með Liverpool í upphafi tímabils.

Houllier krefst fleiri marka frá miðjumönnum sínum og Danny svaraði kallinu með því að skora 3 mörk í fyrstu 6 leikjunum. Mark hans gegn Birmingham á Anfield var stórglæsilegt. Aukaspyrna hans fór stöngin inn.

Sendingar hans eru magnaðar og snerpan og baráttan í lagi. Skotvissari mann er varla að finna í röðum LFC í augnablikinu. Það kannast allir við upp- og niðursveiflur Murphy hjá Liverpool í gegnum tíðina en Houllier hefur ávallt stutt dyggilega við bakið á honum og nú fremur en nokkru sinni fyrr er Murphy að blómstra undir leiðsögn hans.

TIL BAKA