)

Sami Hyypia

Sami Hyypia var hetja Liverpool á Anfield gegn Bayer Leverkusen í 8-liða úrslitum Meistaradeildar.

Aðdáendur Liverpool hafa tekið ástfóstri við Finnann snjalla síðan hann kom til Liverpool sumarið 1999. Íslenskir Púllarar ekki síst sem hafa kosið hann besta leikmann Liverpool síðastliðin tvö ár. Það efast enginn um getu hans í varnarleik og samherjar jafnt sem andstæðingar bera mikla virðingu fyrir honum. Þó að Jamie Redknapp sé fyrirliði Liverpool að nafninu til þá vita allir að Sami er hinn eini sanni fyrirliði og varla til hæfari maður að bera fyrirliðabandið en "Big Sami".

Houllier hrósaði honum í hástert fyrir frammistöðu hans gegn Leverkusen og skoraði jafnframt á hann að rita nafn sitt í sögubækur Liverpool: "Hann veit hver áskorunin er; að vera fyrsti erlendi fyrirliðinn til að hefja bikar á loft fyrir þetta félag. Sami er frábær varnarmaður og fyrirliði liðsins og bestu leikmennirnir í boltanum eiga alltaf stórleiki þegar mikið liggur við."

TIL BAKA