)

Dietmar Hamann

Dietmar Hamann var frábær gegn Charlton þar sem hann braut niður sóknir þeirra og átti svo góða sendingu á Owen sem gerði út um leikinn. Hann sló ekki af gegn Dortmund í miðri viku og sýndi aftur stjörnuleik. Fjölmiðlar álitu hann mann leiksins í báðum þessum leikjum og er varla hægt að andmæla því.

Það eina sem skyggði á leik hans gegn Dortmund var gula spjaldið sem hann fékk sem reyndist þriðja spjald hans í keppninni og fer því í eins leiks bann: "Það verður skelfilegt að missa af næsta leik en það eru margir leikir í þessari keppni eftir enn. Allir sex leikir okkar hafa verið mikilvægur prófsteinn á liðið. Við viljum standa okkur vel gegn bestu liðum í heimi í Meistaradeildinni og erum nú komnir áfram sem sýnir styrkleika okkar."

Allir sem á Dietmar Hamann horfa verða að fylgjast sérstaklega vel með því þegar hann fer með boltann út úr vörninni og upp völlinn. Það er ekki einn einasti möguleiki á að vinna boltann af honum. Didi mjakar sér framhjá andstæðingnum og eina úrræði þeirra virðist vera að brjóta á honum til þess að stöðva hann. Skottækni hans er nokkuð ábótavant en sú gríðarlega vinna sem hann leggur að baki milli varnar og sóknar er hans sterkasta hlið.

Þess má geta til gamans fyrir þá sem ekki vissu að drengurinn er lunkinn karaoke-söngvari [við vitum að það er erfitt að ímynda sér það en þetta er dagsatt] og vekur jafnan mikla lukku meðal leikmanna Liverpool þegar hann grípur míkrófóninn og lætur ljós sitt skína.

TIL BAKA