)

Michael Owen

Gerard Houllier fylgdist ánægður með "undradrengnum" Michael Owen skora fimmta og sjötta mark sitt á tímabilinu og bjarga Liverpool fyrir horn gegn baráttuglöðu liði West Ham. Hann skoraði fyrra markið eftir glæsisendingu Gary McAllister með hælnum. Owen plataði Song upp úr skónum og sendi boltann í fjærhornið þvert við markvörðinn. Seinna mark hans var eingöngu krafti hans og hraða að þakka. Hann fann veikan blett á vörn West Ham er engin hætta virtist fyrir hendi og sendi boltann stöngin inn í fjærhornið.

Houllier hrósaði piltinum í hástert í leikslok: "Michael er í frábæru formi og hann nýtti færin sín vel. Hann virðist halda uppteknum hætti frá síðasta tímabili og það er ánægjulegt frá okkar sjónarhóli. Ef við munum eiga sigursælt tímabil þá er ég fullviss um að Michael mun eiga stóran þátt í því. Það er frábært að sjá sjálfstraust hans hreinlega skína af honum. Hann virðist sterkari en nokkru sinni fyrr og tekur meiri þátt í samleik liðsins."

TIL BAKA