)

John Arne Riise

John Arne Riise var þeirri stund fegnastur þegar samningsmál Liverpool og Mónakó voru í höfn. Leeds reyndi árangurslaust að fá hann til liðs við sig síðastliðið tímabil vegna örðugleika í samskiptum við Mónakó og Fulham horfði fram á svipaða erfiðleika. Vandamálið var að gamla félagið hans Riise, Aalborg vildi 25% af söluverðinu. John Arne gaf eftir bónusinn sinn og lét hann ganga upp í borgun til Aalborg til þess að þessi hnútur leystist. Það verður að teljast afskaplega ólíklegt að Riise hefði fært slíka fórn fyrir annað félag en Liverpool. Draumur hans skyldi rætast.

"Liverpool er eitt af stærstu félögum í heimi og þegar ég fékk staðfestingu á að formlega væri búið að ganga frá samningnum fékk ég gæsahúð um allan líkamann. Þegar ég var yngri var ég Tottenhamaðdáandi en dreymdi ætíð um að leika fyrir Liverpool, Manchester United eða Arsenal. Flestir vina minna eru Liverpoolaðdáendur þannig að ég reikna með ég fái fjölda heimsókna á næsta tímabili."

TIL BAKA