)

Michael Owen

Það er ekki spurning hver er maður vikunnar núna. Michael Owen hefur nú gert átta mörk í fjórum leikjum og kórónaði þetta með mörkunum mikilvægu í úrslitaleik FA-Cup. Hann er hreinlega óstöðvandi um þessar mundir og hefur aldeilis farið í gang á réttum tíma þegar komið er að úrslitastundu á öllum vígstöðvum.

Frammistaða hans undanfarið hefur vakið umræður í fjölmiðlum um nýjan samning. Um það segir Houllier: "Þegar rétti tíminn kemur ræðum við það. Það hefur ekkert verið gert ennþá. Hann sagði í byrjun tímabilsins að hann myndi með ánægju verða um kyrrt og við viljum halda honum. Hann kláraði færi sín frábærlega á laugardaginn. Ef hann ætlar að skrifa undir nýjan samning mun hann kosta töluvert meira."

En ljóst er að ef drengurinn heldur svona áfram er hann hverrar krónu virði sem hann kostar.

TIL BAKA