)

Dietmar Hamann

Dietmar kom til Liverpool með þungar byrðir á bakinu, 8 milljóna punda verðmiða, og auðvitað hafa væntingarnar verið miklar útaf því. Vörn Liverpool breyttist í fyrra frá því að vera ein alslakasta vörnin í deildinni yfir í að vera sú besta. Hyypia og Henchoz fengu mikið hrós, sem þeir áttu skilið, og eins Matteo, Carra og Sander en sjaldan minntust menn á Didi. Þegar Houllier var búinn að gera sumarinnkaupin sín fyrir það tímabil, þá talaði hann um að hann hafi keypt tígul sem hann ætlaði að byggja upp liðið í kringum. Þessi tígull átti að vera kjölfestan á bak við þessa léttleikandi menn sem fyrir voru og áttu eftir að koma. Þessi tígull var Westerveld, Henchoz, Hyypia og Hamann.

Á þessu tímabili hefur síðan orðið framför en enn og aftur sjá menn sig knúna til að gagnrýna Hamann. Fylgist með manninum í heilum leik og þeirri vinnu sem hann er að skila. Hann brýtur fleiri sóknir á bak aftur en nokkur annar í liðinu. Hann skilar boltanum best frá sér af þeim sem spila með Liverpool. Hann gefur flestar sendingar af öllum og minnir líka að hann sé með bestu prósentutöluna í unnum tæklingum líka. Allt er þetta yfir 80% hjá honum. Hann er enginn stormsenter sem skorar mörk eins og að drekka vatn. Hann er heldur ekki að senda neinar "Gerrard" sendingar, nei hann er að skila litlu einföldu hlutunum vel frá sér og er orðinn gríðarlega mikilvægur fyrir þetta lið okkar. Hann er yfirvegaður og þið sjáið hann varla missa stjórn á skapi sínu eða einbeitingu þegar hann spilar.

Evrópuleikirnir í ár eru glöggt dæmi um þetta. Hann hefur gjörsamlega farið á kostum í þeim, og er hann á svipuðu plani og Ronnie Whelan var á sínum tíma þ.e. hann var aldrei virtur jafnmikið og hann átti skilið fyrr en seint á sínum ferli.

TIL BAKA