)

Sander Westerveld

Sander Westerveld brást okkur ekki í vítaspyrnukeppninni og hver getur gleymt stórkostlegri markvörslu hans í framlengingunni: "Ég sá að leikmaður Birmingham ætlaði að vippa boltanum. Ég gat ekki hlaupið tilbaka svo að ég skutlaði mér aftur á bak. Þegar ég hékk í loftinu fannst mér að ég myndi ekki ná boltanum en ég teygði úr mér eins og ég gat og ég náði að blaka fingrunum í boltann."

"Við lékum ekki vel í leiknum en þegar komið var að lokamínútunni þá sagði ég við sjálfan mig að það skipti engu máli vegna þess að við myndum vinna og þá var vítaspyrnan dæmd! Ég var nokkuð öruggur um að verja vítið því að ég vissi í hvort hornið Darren Purse myndi skjóta. Markvarðarþjálfarinn minn, Joe Corrigan lætur mann alltaf vita allt um vítaskyttur andstæðinganna fyrir leiki. Því miður var skot hans of gott og ég átti engan möguleika. Ég er viss um að flestir aðdáenda okkar væru orðnir taugastrekktir en ég var ekki vitund stressaður. Ég hef aldrei tapað vítaspyrnukeppni á ævi minni. Það fór gott orðspor af mér í Hollandi sem vítabana en þar sem ég hef ekki varið mikið af vítum síðan ég kom til Englands voru strákarnir farnir að efast um að ég væri fær um að verja eitt einasta víti. Það var frábær tilfinning að verja fyrra vítið og okkar víti voru frábærlega tekin þannig að vellíðunartilfinningin fór vaxandi. Leikmenn Birmingham virtust frekar skjóta vinstra megin við mig þannig að þegar kom að síðasta vítinu þá ákvað ég að fleygja mér í vinstra hornið. Það lítur út fyrir í sjónvarpinu að þetta hafi tekið eitt sekúndubrot en fyrir mig virtist þetta taka mun lengri tíma. Ég fékk gæsahúð þegar ég fleygði mér á boltann og þegar ég varði hríslaðist um mig ein mesta sælutilfinning sem ég hef fundið á ævi minni."

TIL BAKA