)

Dietmar Hamann

Dietmar Hamann á svo sannarlega skilið að vera valinn maður vikunnar. Hann skráði nafn sitt í sögubækur er hann var síðastur leikmanna til að skora mark á hinum sögufræga Wembley-leikvangi í leik Englendinga og Þjóðverja.Það var líka samdóma álit allra sem á horfðu að Hamann var maður leiksins. Frammistaða Hamann hefur verið upp og ofan á tímabilinu rétt eins og annara leikmanna. Við fengum hins vegar góða áminningu um hvers hann er megnugur þegar hann stútaði Man City með tveimur glæsimörkum. Það hafa ætíð verið miklar vonir bundnar við hann í Þýskalandi og líta menn til hans í von um hann leiði liðið inn í nýja öld. Hann brást ekki kallinu gegn Englendingum og tryggði Þjóðverjum þrjú dýrmæt stig í undankeppni HM.
TIL BAKA