)

Michael Owen

Hvað getur maður sagt, aðra vikuna í röð Michael Owen, 4 mörk í 2 leikjum í þessari viku og hann er ekki enn kominn í sitt allra besta form samkvæmt Houllier. Owen setti punktinn yfir i-ið í gær þegar hann skoraði sitt 54 deildarmark í sínum 100 deildarleik. Owen er að sjálfsögðu sáttur við byrjun leiktíðarinnar:"Við höfum unnið tvo heimaleiki í röð á nokkrum dögum og það er alltaf mikilvægt. Liðsheildin er að smella saman og sjálfstraustið eflist eftir þessi úrslit. Við vitum að við getum leikið betur en það mun koma með tímanum. Hvað mig sjálfan varðar þá gæti ég ekki verið ánægðari og nýt augnabliksins en ég veit af reynslunni hversu fljótt boltinn breytist."
TIL BAKA