)

Michael Owen

Lið Southampton fékk að kenna á snilli Michael Owen um síðastliðna helgi. Houllier var stoltur af Owen: "Hann lagði mikla vinnu að baki í leiknum og skoraði tvö mörk með vinstri sem er talinn veikari fóturinn hans. Hann var frábær í leiknum." Glenn Hoddle framkvæmdastjóri Southampton var einnig heillaður af frammistöðu piltsins: "Það eru 7-8 mánuðir síðan ég sá hann svona sprækan. Hann hugsaði einungis um að skora í dag og virtist ekki hafa neinar áhyggjur af hugsanlegum meiðslum. Hann gerði gæfumuninn í dag þar til við komumst inn í leikinn. Ég hef ekki hugmynd um hversu mikils virði hann er á markaðnum í dag." Owen er ánægður með form sitt: "Ég hef trú á því að ég hafi yfirstigið meiðslin. Ég get fullyrt það út frá sprettæfingunum sem við gerum á æfingasvæðinu. Ég var aftarlega í röðinni þegar ég var enn að hlífa mér útaf hugsanlegum meiðslum en nú er ég aftur orðinn sá fljótasti hjá félaginu. Ég hef engar áhyggjur af meiðslum í dag."
TIL BAKA