)

Djimi Traore

Framganga Djimi Traore var til stakrar fyrirmyndar gegn Utd þrátt fyrir að brattann væri á að sækja. Hann hefur staðið sig með prýði rétt eins og ávallt þegar hann leysir Stephane Henchoz af hólmi í hjarta varnarinnar. Þessi feimni piltur lætur verkin tala og hann þurfti að axla enn meiri ábygrð en ella er hann var orðinn reynslumeiri mivörðurinn er Hyypia hafði fokið útaf og Biscan tekið stöðu hans. Van Nistelrooy mátti sín lítils gegn Traore og Frakkinn ungi bjargaði Liverpool margsinnis frá enn frekari niðurlægingu.

Smá einbeitingarskortur kostaði að Solskjaer skoraði fjórða markið er Traore stóð of gleiður með lappirnar er hann reyndi að verjast undir lok leiksins. Traore var búinn að gefa líf sitt og sál i allan leikinn og stóð sig eins og hetja í sinni eiginlegri stöðu sem miðvörður.

TIL BAKA