)

Michael Owen

Þjóðardýrlingur Englendinga Michael Owen verður sjálfsagt meira í sviðsljósinu en aðrir þegar Englendingar mæta Tyrkjum á leikvangi ljósanna á miðvikudaginn. Fyrst þarf liðið að vísu að ferðast til Vaduz, sem trónir efst í hlíðum smáþjóðarinnar Liechtenstein en það ætti nú einungis að vera formsatriði. Tyrkir eru efstir í riðlinum og England verður að ryðja þeim úr vegi.

Michael Owen er kominn í toppform og það kætir eflaust Sven Göran Eriksson. Gerard Houllier vissi að þrátt fyrir þá erfiðleika sem Owen hefur átti við að etja á vellinum þá myndi hann detta í gang á þessum tímapunkti. 6 mörk í síðustu 8 leikjum Liverpool bera vitni um aukinn kraft. 150 Íslendingar dáðust að snilli hans gegn Leeds í návígi og tala vart um annað fremur en þeir sem heima sátu og urðu vitni að þegar Owen tortímdi Leedsurum.

TIL BAKA