)

Salif Diao

Það er ekki heiglum hent að taka við hlutverki Steven Gerrard og leysa það svo vel af hendi að Stevie g var vart saknað.

Frammistaða hans kom ekki á óvart. Hann hafði sýnt áður gegn Spartak Moskvu og Chelsea að hann er vel fær um að setja mark sitt á leikinn. Gott skallamark gegn Spartak sem var skorað af harðfylgni rétt eins og gegn Leeds. Hann lagði síðan upp sigurmark Owen gegn Chelsea með glæsilegri stungusendingu.

Samvinna hans og Hamann er til fyrirmyndar og það er ljóst að þessi strákur er kominn til að vera. Það var við hæfi þegar skilaboðin til þjóðarinnar voru sú að sparka kynþáttahatri út úr fótbolta að það voru tveir blökkumenn sem stóðu að marki Liverpool og tryggðu efsta sætið.

TIL BAKA