)

Dietmar Hamann

Didi heldur uppteknum hætti frá síðasta tímabili. "Ryksugan á fullu, étur alla drullu", dettur manni ósjálfrátt í hug er Þjóðverjinn hreinsar vallarhelming Liverpool.

Hamann átti frábæra HM með Þjóðverjum þar hann komst alla leið í úrslitaleikinn. Mistök hans er leiddu til fyrra mark Brassa virtust byrgja einhverjum sýn er litið á heildarframmistöðu hans en lítill vafi leikur á að hann er orðinn einn af lykilmönnum Þjóðverja. Hann gegnir ekki lítilvægara hlutverki í liði Liverpool. Didi er stöðugleikinn uppmálaður. Hann skilar alltaf hlutverki sínu með sóma og meira að segja skoraði gegn Newcastle sem má til tíðinda sæta þegar hann er annars vegar. Didi er einn af bestu varnartengiliðum í heiminum í dag.

(syngið í næsta leik: "Hamann er á fullu, étur alla drullu, hamanannahamananannahamanannanan.....)

TIL BAKA