)

Djimi Traore

Við spurðum Traore fyrir tveimur árum síðan hvort að hann væri sáttur við að Houllier væri að líkja honum við Marcel Desailly. "Nei", svaraði hann feimnislega. "Minn maður er Lilian Thuram". Maður óskaði þess heitt að þessi viðkunnanlegi piltur myndi spjara sig vel en hann virkaði afskaplega taugaóstyrkur þegar stóra tækifærið kom og hann átti ekki afturkvæmt í byrjunarliðið. Hann var lánaður til Frakklands á síðasta tímabili þar sem hann lék með El Hadji Diouf hjá Lens og missti naumlega af meistaratitlinum. Hann fékk góða dóma fyrir leik sinn þar en þegar hann snéri tilbaka var hann afar svartsýnn á framtíð sína hjá Liverpool. Houllier var á öðru máli og gaf honum verðugt tækifæri á undirbúningstímabilinu og hann hefur nýtt það til hins ítrasta í vinstri bakvarðarstöðunni í fjarveru Carragher.

Henchoz segir að Traore hafi greinilega farið mikið fram í Frakklandi: "Djimi er miklu sterkari núna. Hann steig ekki feilspor á undirbúningstímabilinu og ég er viss um að hann mun reynast okkur mikilvægur."

TIL BAKA