)

Stephane Henchoz

Phil Thompson er ekki gjarn á að hrósa einum leikmanni umfram annan í leikslok en hann gat ekki orða bundist eftir frammistöðu Stephane Henchoz gegn Fulham: "Stephane var yfirburðamaður á vellinum. Hann leggur ómælda vinnu að baki í vítateignum og sá fjöldi skota sem maðurinn blokkerar, það væri gaman að sjá tölfræði yfir það! Hann var maður leiksins að mínu mati. Stephane er mjög hæglátur náungi sem lætur lítið í sér heyra utan vallar sem innan en hann lætur verkin tala." "Joe Fagan sagði að miðverðir liðsins gætu unnið leikinn fyrir þig upp á sitt einsdæmi þrátt fyrir að hinir leikmennirnir í liðinu væru á hælunum. Ég man ávallt eftir tæklingu Mark Lawrenson á Eric Gates í Ipswich og tækling Stephane á Steve Marlet mun heldur aldrei gleymast. Þetta hlýtur að vera ein besta tækling tímabilsins. Stephane fékk slæman skurð en hann er harður af sér og jafnar sig fljótt."

Þess má geta að þetta var í fjórða skiptið á þessu tímabili sem Henchoz forðar marki með tæklingu á síðustu stundu. Stephane lýsti tæklingunni á þessa leið: "Marlet var kominn einn í gegn og ég tæklaði hann bara og náði boltanum. Ég fékk slæmt spark í löppina sem var býsna sársaukafullt en ég kláraði leikinn svo að allt var í besta lagi."

Stephane Henchoz hefur án efa verið besti varnarmaður Liverpool á tímabilinu og svo sannarlega stigið fram úr skugga Sami Hyypia. Aðdáendur Liverpool og fjölmiðlar eru loks farnir að meta hann að verðleikum.

TIL BAKA