)

Emile Heskey

Það hlaut að koma að því fyrr eða síðar. Lítill fugl hvíslaði því í eyra þess sem þetta skrifar að nú myndi Emile byrja að skora og skora og skora… Þetta gerðist fyrir Leicester-leikinn áður en hann skoraði sigurmarkið. Þessum skilaboðum var komið áfram til vantrúaðra sem sumir hváðu, en allir vonuðust til að þetta myndi rætast. Nú leitar ákveðinn maður í Ölveri miskabóta eftir líkamsárás þá sem fylgdi í kjölfar þess að hann var svo óheppinn að honum var sagður af undirrituðum þessi mikli "leyndardómur" í þann mund sem Emile skoraði gegn Leeds. Heskey er ekki hættur að skora í bili. Það fullyrði ég…..

Gefum stóra jötninum orðið: "Mark mitt gegn Leicester blés mér byr í brjóst og það var frábært að skora tvö mörk gegn Leeds. Ég hef verið ánægður með frammistöðu mína á þessu tímabili. Leikmennirnir og þjálfaraliðið hafa staðið þéttingsfast við bakið á mér og ég hef endurgoldið þeim traustið í síðustu tveimur leikjum."

TIL BAKA