)

Danny Murphy

Danny Murphy finnst greinilega ekkert leiðinlegt að leika á Old Trafford og annað árið í röð tryggði hann Liverpool sigur á Man Utd.

Það var klappað á Anfield þegar Murphy var tekinn útaf gegn Southampton um helgina, allir þeirri stund fegnastir þegar hann hvarf af vettvangi. Murphy hefur verið fastamaður í liðinu að undanförnu þó að frammistaða hans hafi ekki verið burðug. Thompson og Houllier sýndu honum traust með því að velja hann í liðið enn og aftur gegn Man Utd og Murphy svaraði gagnrýnisröddum á einstakan hátt. Hann sýndi svipuð tilþrif og tryggði honum nafnbótina besti leikmaður úrvaldeildarinnar í október. Allt annar bragur á leik hans og besta vinar hans Steven Gerrard og frábær samvinna þeirra gaf af sér glæsilegt sigurmark 8 mínútum áður en flautað var til leiksloka.

Murphy var ekki bitur út í Púllara: "Aðdáendurnir létu mig heyra það um helgina og þeir hafa rétt á að sýna tilfinningar sínar í minn garð en ég var hæstánægður að skora sigurmarkið. Steve Gerrard átti frábæra stungusendingu á mig og ég smellhitti hann. Hann átti svipaða sendingu á mig í leiknum gegn Blackburn sem ég klúðraði en þessi bolti flaug í netið. Nú verðum við að byggja á þessum leik og stöðva slæmt gengi liðsins í eitt skipti fyrir öll. Við verðum að sigra Leicester í næstu viku annars eru þessi úrslit til einskis."

TIL BAKA